9-5 vinna?

Já nei....ég er í 9-hvernær sem er-vinnu! Til dæmis núna er klukkan 22.19 og ég er fyrst núna að setjast fyrir framan tölvuna til að skipuleggja kynningu sem er á laugardaginn. Þetta er alger geðveiki en ég er að fá geðveika reyslu fyrir vikið.

Í gær tilkynnti yfirmaðurinn minn að næsta mánuð ætti ég að sjá um allt í grafísku deildinni. Þar sem ég er með umsjón yfir öllu sem gerist. Hitti kúnnan og hann segir mér hvaða vöru hann vill sjá aukningu á sölu, ég fer og útskýri fyrir Art Director, hann sér um að hlutirnir sem ég bið hann um að gera verði gerðir og svo kynni ég verkin fyrir kúnnanum. Ef kúnninn biður ekki um neitt sérstakt þarf ég að finna vöru og skipuleggja herferð og reyni að selja kúnnanum hugmyndina.

Ég er búin að vera útum allan bæ í dag að hitta kúnna og skipuleggja uppákomu fyrir nýjar Maggi núðlur sem verða settar á markaðinn í næsta mánuði. Þannig að ég er líka svolítið PR hérna. Og ég þarf að samþyggja allt grafískt sem ég á að kynna;)

Samt bara hress og kát:)

Terima kashi


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Elsa Nielsen

Elsku dúllan mín - frábært hjá þér :) Þú ert svo dugleg alltaf í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur!! Passaðu þig samt á því að njóta þess líka að vera til :) KNÚÚÚÚS

Elsa Nielsen, 30.4.2009 kl. 17:25

2 Smámynd: Tryggvi

Þvílíkir vinnutímar sem eru þarna hjá ykkur. Vona að þú kynnist góðu og skemmtilegu fólki í vinnunni og að þú getir hvílt þig stundum. Eruð þið komin með heimasíðu?

Knús Flóki (liggur hérna hjá mér) og stolti bró

Tryggvi, 1.5.2009 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband