3.4.2009 | 09:30
Er Svo Spennt...
...Tove hans Tryggva er fæðingadeildinni í þessum skrifuðu orðum Vona að allt gangi vel og allir verða hressir!!
Svo var ég að segja upp í Limkokwing. Byrja draumadjobbið á mánudaginn. Ótrúlega spennt að byrja þar. Allt svo spennandi í dag!!!
Ég þarf að fara á morgun að kaupa mér "fína" skó fyrir vinnuna, því eins og er er ég í útslitnum skóm þar sem hællinn er alveg farinn og ég búin að setja Gaffa tape á hælana svo það bergmáli ekki allt þegar ég labba. Ekki gott ástand! En í nýju vinnunni fæ ég fata pening, ætli yfirmaðurinn hafi kannski séð að ég nota tape á skónna mína
Eigiði frábæra helgi!!! Ég er að fara að verða frænka í fjórða veldi!
Terima Kasih
Athugasemdir
Til hamingju með nýja starfið Ágústa mín - uuuussssss hvað við erum stolt af þér!
Hafðu það gott um helgina og gangi þér vel á mánudaginn.
P.
palli (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 10:27
KNÚÚÚS elsku siss. Frábært að fá fatapening :)... það er greinilega ekki kreppa í malasíu!! ;)
Vonandi erum við komnar með nýja titilinn áður en það kemur nýr dagur - FÖÐURSYSTIR :)
Elsa Nielsen, 3.4.2009 kl. 13:19
Innilega til hamingju með nýja fína jobbið, you go girl :)
Hlakka svo til að heyra fréttir frá Svíþjóð líka - ægilega spennandi dagar í þinni fjölskyldu mar!!
Knús
Margrét frænks (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 14:01
já tú ert flott med Gaffa á skónum! Innilega til hamingju med nyja jobbid...usss tú verdur búin ad kaupa Tioman efitr no time. Og med tessu áframhaldi hina eyjuna líka. Svo byrjaru audvitad á tví ad opna bar tar.....svo kem ég! heheh:* sakna tín Gvandala mín...
kattattatt (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 19:09
Til hamingju með vinnuna og bróðursoninn elsku frænka!!:*
Næs að fá fatapening, geturu ekki líka fengið heimsóknarpening til að smella þér til Íslands og DK?;)
Knús og sakn
Hrefna Rós Matthíasdóttir, 6.4.2009 kl. 22:50
Innilega til hamingju með nýju vinnuna :) og auðvitað litla frænda líka! Knús til Malasíu!
Ragnhildur (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.