1.4.2009 | 02:54
Fékk vinnuna!!!
Jú jú, ég massaði þetta viðtal og var ráðin á staðnum En ég sagði honum að ég þyrfti nú að segja upp fyrst á hinum staðnum áður en ég gæti byrjað. Það er hausverkur dagsins: Segja upp vinnunni.
Fyrirtækið heitir Seers Partnership. Þeir eru ekki enn komnir með heimasíða en það er í vinnslu. þeir eru að stækka við sig og eiga dótturfyrirtæki (production house) sem heitir Potter-eitthvað (man ekki alveg hvað það heitir!) þar sem þeir eru með eigið ljósmyndaver. Titillinn minn verður Account executive, sem á Íslandi heitir Tengill...held ég? Eða er það ekki? Ég á sem sagt með yfirsjón yfir viðskiptavinum og herferðum, fylgist með gangi mála og sé til þess að allt sé vel unnið og á tíma og fylgi eftir að kúnninn sé ánægður og takmarkinu hafi verið náð. GEÐVEIKT SPENNANDI!
Ekki er verra að ég fé aðeins betur borgað og þetta er bara einmitt mitt drauma djobb. Svo ég er í skýjunum og hlakka bara til að hringja í Patric, yfirmaðurinn hjá Seers Partnership og segja honum að ég byrji á föstudaginn. Það er gott að byrja á föstudeigi...fá smá innsýn í hvað er að gerast og melta það yfir helgina og byrja ferskur á mánudag.
Þarf að fara að vinda mig í uppsögn...eigiði frábæran dag!
Terima Kasih
Athugasemdir
Elsku dúllan mín.
Ég samgleðst þér innilega og auðvitað hljóta þau í skólanum að vera stolt af því að þú skulir vera búin að fá vinnu svo ekki áttu að hafa áhyggjur af því - ef uppsögnin verður tekin illa upp er eitthvað í ólagi Nú hljótum við pabbi þinn að fara að skoða ferðir suður til þín Sendi tölvupóst á eftir.
Knús og kossar frá mömmu.
mamma (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 08:16
Til hamingju!! :etta hljómar ekkert smá spennandi elsku frænka! En hljómar því miður ekki eins og þú sért að koma heim í bráð:S En jæja, svo lengi sem þú hefur það gott!
Knús í klessu
Hrefna Rós Matthíasdóttir, 2.4.2009 kl. 07:53
Spennandi tímar framundan hjá þér Ágústa mín, þú rúllar þessu upp svo dugleg og klár í samskiptum sem þú ert. Gangi þér vel og algjört must að byrja á föstudegi - það geri ég ALLTAF
Knus og kossar
Gunna frænka (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.