9-5 vinna?

Já nei....ég er í 9-hvernær sem er-vinnu! Til dæmis núna er klukkan 22.19 og ég er fyrst núna að setjast fyrir framan tölvuna til að skipuleggja kynningu sem er á laugardaginn. Þetta er alger geðveiki en ég er að fá geðveika reyslu fyrir vikið.

Í gær tilkynnti yfirmaðurinn minn að næsta mánuð ætti ég að sjá um allt í grafísku deildinni. Þar sem ég er með umsjón yfir öllu sem gerist. Hitti kúnnan og hann segir mér hvaða vöru hann vill sjá aukningu á sölu, ég fer og útskýri fyrir Art Director, hann sér um að hlutirnir sem ég bið hann um að gera verði gerðir og svo kynni ég verkin fyrir kúnnanum. Ef kúnninn biður ekki um neitt sérstakt þarf ég að finna vöru og skipuleggja herferð og reyni að selja kúnnanum hugmyndina.

Ég er búin að vera útum allan bæ í dag að hitta kúnna og skipuleggja uppákomu fyrir nýjar Maggi núðlur sem verða settar á markaðinn í næsta mánuði. Þannig að ég er líka svolítið PR hérna. Og ég þarf að samþyggja allt grafískt sem ég á að kynna;)

Samt bara hress og kát:)

Terima kashi


Gaman og brjálað að gera

Vááá...mér finnst eins og ég sé búin að vera að vinna hérna í sjö mánuði! Hér fer enginn heim fyrir klukkan 10 á kvöldinn. Það var einum sagt upp í morgun því hann fór snemma heim tvö kvöld í röð (snemma er um 7 leytið). En reyndar skildi hann verkin sín bara eftir fyrir okkur hin að klára. En þetta er ekkert smá job sem ég er í hérna.

Á morgun er ég að fara ein að halda kynningu hjá stærsta kúnnanum okkar, Nestle. Það er auglýsingaherferð á nýrri tegund af Maggi núðlum og mér var falið að skipuleggja "Launch Plan", útgáfu partý...eða eitthvað svoleiðis! Sem sagt mér er bara hent útí djúpu laugina sem er af sjálfsögðu bara frábært...besta leiðin til að læra. Ég er bara svolítið skellkuð á þessu öllu saman því þetta er bara fjórði dagurinn minn í dag.

Terima Kasih


Er orðin föðursystir!!!

Tryggvi og Tove eignuðust lítinn Nielsen þann 4.4. TIL HAMINGJU ELSKURNAR MÍNAR. Endalaus hamingja þessa dagana!

Er ennþá uppí vinnu, á fyrsta vinnudeigi mínum að bíða eftir að yfirmaður minn hringi aftur í mig og segji mér að fara heim. Erum með kynningu fyrir Maggi núðlur í fyrramálið, svo ég þarf að fara heim og fá minn beauty-sefn. Mér líst rosalega vel á þetta hérna, mikið að gera en fólkið allt voða yndælt og hjálpsamt. Vinnuandinn mjög góður og ég var að berjast við tvo vinnufélaga mína í PS2 í kvöldmatar héinu;)

Terima Kasih


Er Svo Spennt...

...Tove hans Tryggva er fæðingadeildinni í þessum skrifuðu orðumW00t Vona að allt gangi vel og allir verða hressir!!

Svo var ég að segja upp í Limkokwing. Byrja draumadjobbið á mánudaginn. Ótrúlega spennt að byrja þar. Allt svo spennandi í dag!!!

Ég þarf að fara á morgun að kaupa mér "fína" skó fyrir vinnuna, því eins og er er ég í útslitnum skóm þar sem hællinn er alveg farinn og ég búin að setja Gaffa tape á hælana svo það bergmáli ekki allt þegar ég labba. Ekki gott ástand! En í nýju vinnunni fæ ég fata pening, ætli yfirmaðurinn hafi kannski séð að ég nota tape á skónna mínaTounge

Eigiði frábæra helgi!!! Ég er að fara að verða frænka í fjórða veldi!

Terima Kasih


Viðtal númer 2

Þá er vinnudeiginum mínum að ljúka hér í Limkokwing. Ótrúlega leiðinlegt að vera að vinna einhverstaðar og vera komin með aðra vinnu. Góðu fréttirnar eru að ég er ekki með samning hér svo ég þarf ekki að gefa neinn uppsangarfrest. Er að fara núna eftir vinnu á fund með verðandi yfirmann mínum til að fá allt á hreint...vinnutíma, vinnu lýsingu og eflaust eitthvað fleira.

Ef allt gengur vel og mér líst á þetta í kvöld, segji ég upp á morgun og vonandi verður það bara síðasti vinnudagurinn minn hér. Þar sem ég veit að ég er að fara héðan er erfitt að koma sér í verkPouty

Bíð spennt eftir fréttum um litla frændsystkinið mitt í SvíþjóðWhistling

Terima Kasih


Fékk vinnuna!!!

Jú jú, ég massaði þetta viðtal og var ráðin á staðnumCool En ég sagði honum að ég þyrfti nú að segja upp fyrst á hinum staðnum áður en ég gæti byrjað. Það er hausverkur dagsins: Segja upp vinnunni. 

Fyrirtækið heitir Seers Partnership. Þeir eru ekki enn komnir með heimasíða en það er í vinnslu. þeir eru að stækka við sig og eiga dótturfyrirtæki (production house) sem heitir Potter-eitthvað (man ekki alveg hvað það heitir!) þar sem þeir eru með eigið ljósmyndaver. Titillinn minn verður Account executive, sem á Íslandi heitir Tengill...held ég? Eða er það ekki? Ég á sem sagt með yfirsjón yfir viðskiptavinum og herferðum, fylgist með gangi mála og sé til þess að allt sé vel unnið og á tíma og fylgi eftir að kúnninn sé ánægður og takmarkinu hafi verið náð. GEÐVEIKT SPENNANDI! W00t

Ekki er verra að ég fé aðeins betur borgað og þetta er bara einmitt mitt drauma djobb. Svo ég er í skýjunum og hlakka bara til að hringja í Patric, yfirmaðurinn hjá Seers Partnership og segja honum að ég byrji á föstudaginn. Það er gott að byrja á föstudeigi...fá smá innsýn í hvað er að gerast og melta það yfir helgina og byrja ferskur á mánudag. 

Þarf að fara að vinda mig í uppsögn...eigiði frábæran dag!

 

Terima Kasih



Velkomin nýja bloggið mitt!

Elsku allir sem lesa þessi blogg mín.

Ég ákvað eftir langan tíma á hinu blogginu mínu að ég þyrfti "make-over" og verða aðeins duglegri að rita og setja inn myndir. Þessi bloggsíða er miklu einfaldari í notkun og gerir mig duglegri að bloggaWink Svo er auðveldara að commenta hjá stóru siss og hinum blogg félögum mínum.

Sit hérna í vinnunni með hnút í maganum því ég er að fara í atvinnuviðtal á eftir. Fyrrum bekkjarfélagi minn hringdi og þeim vantar mann á auglýsinga skrifstofunni sem hann vinnur hjá. Titillinn er Production Manager og ég held að það henti mér bara mjög vel. Ég krosslegg fingurnar og vona að þeri fíli migCool

Terima kasih (takk - á Malasísku)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband